Íslenski fiskiskipaflotinn veiddi 42.833 tonn af fiski í desember og var það 2,8% minni afli á milli ára metinn á föstu verðlagi. Aflinn jókst hins vegar um 11,2% á milli ára á öllu síðasta ári, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Af heildaraflanum nam botnfiskafli 30.800 tonnum sem var 1.700 tonnum minna en í desember í hittifyrra. Þar af nam þorskaflinn 16.400 tonnum, sem er 900 tonnum meira en í desember árið 2011.

Hagstofan