Færeyski Eik banki gerir ráð fyrir að tapið á síðasta ári hafi verið 310-320 milljónir danskar krónur en ekki 160-170 milljónir danskar krónur eins og áætlanir bankans gáfu til kynna 30. október á síðasta ári. Hefur Eik banki sent afkomuviðvörun til Kauphallarinnar vegna þessa. 320 milljónir danskar jafngildir um 7,3 milljörðum íslenskra króna miðað við gengið í dag.

Forstjóri Eik banki, Marner Jacobsen, segist hryggur yfir því að tilkynna þessa niðurstöðu sem sé langt í frá viðunandi. Ástæðan fyrir auknu tapi tengist áhættu sem bankinn hafði á fasteignamarkði í Danmörku. Lagt verði kapp á að vinna úr þessum eignum eins og kostur er til að endurheimta sem eitthvað af því sem hefur verið fært niður í bókum bankans og á afskriftarreikning.

Ársreikningur Eik banki Group verður birtur 19. mars næstkomandi.