*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 17. febrúar 2017 13:20

Meira þarf en bara sniðuga hugmynd

Viðskiptahraðallinn Startup Tourism er samstarfsverkefni Icelandic Startups, Bláa lónsins, Íslandsbanka, Isavia, Vodafone og Íslenska ferðaklasans.

Ritstjórn
Hópmynd af þátttakendum í Startup Tourism 2016 ásamt bakhjörlum á lokadegi hraðalsins.
Aðsend mynd

Viðskiptahraðallinn Startup Tourism hefst í annað skipti í dag, en tíu hugmyndir voru valdar úr hópi 90 umsækjenda til að taka þátt í 10 vikna þjálfunarbúð - um fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans , segir í samtali við Viðskiptablað­ ið að Viðskiptahraðallinn gangi út á það að veita tíu sprotafyrirtækjum í ferðaþjónustu tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar. „Í þessar tíu vikur fá forsvarsmenn fyrirtækjanna tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan ferðaþjónustunnar og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu.“ Startup Tourism er samstarfsverkefni Icelandic Startups, Bláa lónsins, Íslandsbanka, Isavia, Vodafone og Íslenska ferðaklasans

Markmiðið að leysa vandamál

Hún segir að miðað sé við að í hvert sinn veljist átta til tíu hugmyndir til að taka þátt í hraðlinum. „Við viljum ekki festa okkur við ákveðna tölu, heldur skiptir meira máli að hugmyndirnar séu góðar, að þær séu fjölbreyttar og dreifist vel um landið. Best hefði verið ef okkur hefði tekist að hafa að minnsta kosti eina hugmynd úr hverjum landshluta, en það tókst ekki alveg í þetta skipti. Á móti kemur að nokkrar hugmyndirnar eru ekki staðbundnar, heldur virka hvar sem er.“ Hún segir að við val á hugmyndunum skipti fleira máli en bara það hvort hugmyndin sé snið­ ug. „Markmiðið er ekki bara að finna góðar hugmyndir, heldur einnig hugmyndir sem stuðla að frekari þróun ferðaþjónustunnar, auka samfélagslega ábyrgð hennar og leysa vandamál sem ferðaþjónustufyrirtæki eru að glíma við.“