Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði um 0,4% í mars. Gildi fyrir febrúar var endurskoðað upp á við. Hagvísirinn bendir til hagvaxtar yfir langtímaleitni. Þetta kemur fram í leiðandi hagvísi Analytica.

Þrír af sex undirliðum hækka frá í febrúar en mest áhrif til hækkunar hafa aukning aflaverðmætis í kjölfar loka sjómannaverkfalls og aukning debetkortaveltu innanlands segir í greiningu Analytica.

Langtímauppleitni mikilvægra undirþátta er enn sterk. Áfram eru áhættuþættir í ytra umhverfi sem gætu ógnað hagcexti einkum tengdir stöðunni í alþjóðastjórnmálum.