*

föstudagur, 10. júlí 2020
Erlent 9. janúar 2012 08:44

Meiri ávöxtun af list en hlutabréfum

Mei Moses listavísitalan hækkaði meira en S&P 500 í fyrra.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Listaverk hækkuðu um 11% í verði á síðasta ári, ef marka má Mei Moses All Art vísitöluna. Vísitalan byggir aðallega á seldum málverkum í New York og London. Hækkunin milli ára er meiri en hækkun S&P 500 hlutabréfavísitölunnar, sem hækkaði um 9% á síðasta ári. Þetta er annað árið í röð þar sem listin skilar meiru en hlutabréfin.

Á síðustu tíu árum hefur Mei Moses vísitalan skilað hærri ávöxtun en S&P 500 í sex skipti. Í frétt Financial Times um málið segir að hækkun á listaverkum hafi einkum verið drifin áfram af eftirspurn í Kina og háum verðum fyrir verk vinsælla listamanna, líkt og Andy Warhol.

Stikkorð: Mei Moses