Seðlabanki Frakklands segir hagvöxtinn í landinu á meðan samkomubönnum og öðrum takmörkunum vegna kórónuveirunnar hefur staðið hafa verið meiri en áður var búist við.

Bankinn hækkaði jafnframt í dag spár sýnar fyrir hagvöxt og verðbólgu fyrir árið og næsta ár. Bankinn sem stofnaður var í ársbyrjun árið 1800 hefur verið hluti af svokölluðu Evrópukerfi seðlabanka ásamt seðlabönkum annarra ESB landa og Evrópska seðlabankans.

Þannig virðist vera sem samdrátturinn í þessu næst stærsta hagkerfi evrusvæðisins hafi ekki verið jafnslæmur og áður hafði verið reiknað með. Jafnframt verði áhrifin á atvinnumarkaðinn ekki jafnslæm og óttast hefði verið.

Eðlileg umsvif komin hjá þriðjungi fyrirtækja

Þannig sýndi mánaðarleg könnun bankans að efnahagsumsvin eru einungis 5% minni nú en fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar, þó hafi farið í 7% mun í júlí. Býst bankinn ekki við miklum breytinum í september sem þýðir 16% hækkun á VLF á þriðja ársfjórungi frá 13,8% lækkun á öðrum ársfjórðungi.

Á síðasta ársfjórðungi ársins er búist við að munurinn minnki í 3,5 til 4%, að sögn seðlabankans. Samkvæmt könnun meðal stjórnenda fyrirtækja eru þriðjungur fyrirtækja komin í eðlileg umsvif, og meira en helmingur býst við að komast þangað fyrir lok ársins.

Býst bankinn nú við að landsframleiðslan muni ná því stig sem hún var á áður en heimsfaraldurinn brast á í byrjun ársins 2022 í stað þess að vera um mitt árið, eins og seðlabankinn hafði spáð í júní.

Þrátt fyrir það hafa um 800 þúsund störf tapast í Frakklandi á árinu, en snemma á næsta ári er búist við að atvinnuleysið sem fór hæst í 11,1% fari lækkandi og nái niður fyrir 10% á árinu 2022. Bankinn varaði þó við því að mikil óvissa sé með þróun faraldursins sem gæti haft áhrif, en á laugardaginn var tilkynnt um 10 þúsund ný Covid-19 smit í Frakklandi.

„Endurreisn hagkerfisins gengur betur en búist var við,“ hefur Bloomberg fréttastofan eftir Francois Velloroy de Galhau, seðlabankastjóra landsins, upp úr frönskum miðlum. „Frakkland mun ná þeirri stöðu sem var fyrir faraldurinn litlu áður en meðaltal Evrópu.“

Væntingar um betri tíð í Frakklandi og sumum öðrum evrulöndum er sagt létta á þrýstingi á Evrópska seðlabankann að örva hagkerfið enn frekar, en hann breytti engu í stefnu sinni á stefnumótunarfundi í síðustu viku.
Var það þrátt fyrir að forystumenn hafi staðfest að það sé erfitt að ná verðbólgumarkmiðum með evruna jafnsterka og raun ber vitni.