Seðlabanki hefur birt fundargerð peningamálastefnunefndar frá fundi hennar 1. og 8. febrúar sl.

Nefndarmenn voru sammála um að vöxtur efnahagsumsvifa væri nokkru kröfugri en horfur voru á þegar þeir hittust á síðasta fundi nefndarinnar í desember. Nefndin segir einnig að útlit sé fyrir að vöxtur efnahagsumsvifa verði meiri en í ár en í fyrra. Aukinn vöxtur efnahags umsvifa er einkum rakinn til meiri vaxtar einkaneyslu en áður. Það skýrist af því að útlit væru fyrir að laun myndu hækka meira, atvinna myndi vaxa hraðar og verðbólga verða minni en áður var spáð.

Aðhald ríkisfjármála að minnka enn frekar

Framleiðsluslaki hefur horfið á sl. ári og útlit er fyrir vaxandi spennu á næstunni - og nokkru meiri en samkvæmt fyrri áætlunum.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur áhyggjur af því að aðhald í ríkisfjármálum hafi slaknað enn frekar. Miðað við samþykkt fjárlög ársins 2016 og horfur vaxandi framleiðsluspennu er nú talið að aðhald ríkisfjármála muni minnka um ríflega 2% af landsframleiðslu í fyrra og í ár; en það samsvarar ríflega 50 milljörðum króna.

Sú þróun leggur meiri byrðar á peningastefnuna en ella, sem nefndin bendir á að sé óheppilegt við núverandi aðstæður mikils vaxtamunar gagnvart útlöndum og fjármangsstreymis erlendis frá inn á ríkisskuldabréfamarkað. Slík samsetning efnahagsstefnu gæti haft í för með sér vaxandi óstöðugleika.