Microsoft á Íslandi hagnaðist um 34 milljónir króna á síðasta rekstrarári, en rekstrarárið náði yfir tímabilið 1. júlí 2018 til 30. júní 2019. Hagnaðurinn nam 18 milljónum á fyrra rekstrarári.

Félagið velti 369 milljónum á síðasta rekstrarári og dróst veltan saman um 64 milljónir frá fyrra ári. Að sama skapi fór rekstrarkostnaður úr 418 milljónum niður í 335 milljónir. Eignir námu 165 milljónum í lok síðasta rekstrarárs og eigið fé 64 milljónum króna. Heimir Fannar Gunnlaugsson er framkvæmdastjóri félagsins.