Bandaríski bankinn Morgan Stanley hefur skilað inn uppgjöri sínu fyrir fjórða ársfjórðung og nam hagnaður bankans á tímabilinu 903 milljónum Bandaríkjadala. Jafngildir fjárhæðin um 120 milljörðum íslenskra króna. BBC News greinir frá.

Uppgjörið er töluvert betra en á þriðja ársfjórðungi þegar hagnaðurinn nam 336 milljónum króna. Munar þar mest um töluvert lægri lögfræðikostnað á seinni fjórðungnum, en hann lækkaði úr 1,4 milljörðum dala í 284 milljónir dala.