Markaðssetningar- og kynningarfyrirtækið, Ysland, sem er í eigu Jóns Gunnars Geirdal Ægissonar, hagnaðist um 7,7 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaður félagsins um tæplega 5 milljónir á milli ára. Tekjur félagsins námu 20,9 milljónum og jukust um 5 milljónir milli ára.

Rekstrarhagnaður (EBIT) félagsins nam 8,9 milljónum og jókst um 4,8 milljónir milli ára. Eignir félagsins námu 12 milljónum í árslok og þar af nam handbært fé 5 milljónum. Eiginfjárhlutfall var 30,5% í lok ársins