Hagnaður Hitaveitu Suðurnesja á fyrstu sex mánuðum ársins nam 708,8 milljónum króna sem er ívið meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrartekjur voru 2.260 m.kr. og eigið fé í lok tímabilsins 13,2 milljarðar.
Veltufé frá rekstri nam á tímabilinu 1.148 m.kr., lántökur voru 4.520 m.kr., afborganir lána 207 m.kr., og fjárfestingar námu alls 3.024 m.kr.

Hreinn fjármagnskostnaður að upphæð 93 m.kr. vegna Reykjanesvirkjunar hafði þá verið eignfærður og verður fjármagnskostnaður meðhöndlaður með þeim hætti uns virkjunin hefur verið gangsett og fer að skila tekjum.