Hagvöxturinn á síðasta ári á Íslandi jafnast á við væntingar Alþjóðabankans um hagvöxtinn í nokkrum helstu nýmarkaðsríkjunum. Er hann mun hærri en í þróuðum og í mörgum tilvikum stöðnuðum hagkerfum vesturlanda.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá nam hagvöxturinn á Íslandi á síðasta ári 7,2% sem er meira en í Bangladesh, 169 milljón manna ríkis í suðausturhluta Asíu.