Hagvöxtur hér á landi á fyrsta ársfjórðungi er góður í alþjóðlegum samanburði. Á Norðurlöndunum mældist hann á bilinu 0,4% til 4,1% á sama tíma tíma. Hann var lægstur í Danmörku en mestur í Noregi.

Greining Íslandsbanka bendir jafnframt á það í Morgunkorni sínu í dag að á meðal aðildarríkja Evrópusambandsins séu það aðeins Lettland og Litháen sem uxu hraðar. Hagvöxtur nam 5,5% í Lettlandi og 4,4% í Litháen. Á þennan sama mælikvarða var hagvöxtur á Íslandi 4,2% á tímabilinu. Að meðaltali var hagvöxtur innan Evrópusambandsins 0,7%.

Af nokkrum öðrum löndum nefnir Greiningin að í Eistlandi hafi verið 4,0% hagvöxtur og 3,8% í Póllandi og eru löndin að vaxa á svipuðum hraða og hér.

Í öðrum Evrópuríkjum er hins vegar minni vöxtur. Samdráttur var svo í Bretlandi, á Spáni, Ítalíu, Portúgal. Verst var staðan á Grikklandi en þar nam samdrátturinn 6,2%.

Gæti skilað sér í hærri stýrivöxtum

Greining Íslandsbanka segir hagvaxtartölurnar geta haft áhrif á vaxtaákvörðun Seðlabankans í næstu viku. Hún bendir á að hagvaxtarspá Seðlabankans kunni að vera í lægri kantinum og að slakinn í hagkerfinu sé að hverfa hraðar en Peningastefnunefnd áætli. Nefndin gæti því vilja auka aðhald peningastefnunnar á næstunni verið vatn á myllu þeirra sem vilja hækka vexti.