Hagvöxtur í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var 3,9% en ekki 3,5%, eins og áður hafði verið áætlað af Hagstofu Bandaríkjanna. BBC News greinir frá þessu.

Hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi var einnig mjög öflugur, en þá mældist hann 4,2%. Hefur hagvöxtur í landinu ekki mælst jafnmikill á tveimur ársfjórðungum í röð í áratug.

Einkaneysla var helsti áhrifavaldur þess að hagvaxtatölurnar hækkuðu, en hún óx um 2,2% en ekki 1,8% eins og upphaflegar tölur gerðu ráð fyrir.