Landsframleiðsla jókst um 0,2% á síðasta ári, samkvæmt endurmetnum upplýsingum um hagvöxt þar í landi. Þetta er nokkuð betri niðurstaða en bráðabirgðatölur gáfu til kynna en samkvæmt þeim var gert ráð fyrir því að hagkerfið myndi standa í stað. Fjórði og síðasti ársfjórðungur síðasta árs var ekki jafn góður og árið allt en þá dróst landsframeiðsla saman um 0,3%.  Það er samræmi við spár, að sögn breska ríkisútvarpsins ( BBC ).

Breska ríkisútvarpið hefur upp úr hagtölunum að Ólympíuleikarnir í London í fyrrrasumar hafi híft hagvöxtinn upp og dregið úr honum eftir því sem leið á árið.

Matsfyrirtækið Moody's er ekki jákvætt á efnahagshorfur í Bretlandi á árinu. Það lækkaði lánshæfiseinkunnir landsins um einn flokk í síðustu viku úr AAA og sagði hagvöxt verða lítinn á næstu árum.