Hagvöxtur í Bandaríkjunum var meiri á fjórða ársfjórðungi síðasta árs en fyrri tölur höfðu gefið til greina, en hagvöxtur reyndist vera 1,0% á ársgrundvelli í stað 0,7% eins og bráðabirgðatölur höfðu gefið til kynna.

Breytingin var þvert á spár hagfræðinga, en samkvæmt frétt Financial Times hafði verið gert ráð fyrir því að hagvaxtartölurnar yrðu færðar niður í 0,4%.

Vinnumarkaðurinn í Bandaríkjunum er sterkari en búist hafði verið við og fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka. Hefur þetta vegið upp á móti niðursveiflu í framleiðslugeiranum og í olíugeiranum.