Mál sem snerta skattundanskot koma inn á borð ákæruvaldsins eftir nokkrum leiðum. Vegferð þess hefst hjá skattayfirvöldum og berst þaðan til skattrannsóknarstjóra sem kallar viðkomandi til sín í skýrslutöku. Í kjölfarið er gefin út skýrsla sem send er viðkomandi til umsagnar og fær hann tækifæri til að gera athugasemdir.

Allur pakkinn er síðan sendur ríkisskattstjóra til endurákvörðunar. Að sama skapi getur málið farið annað hvort í stjórnsýslulega sektarmeðferð eða í refsimeðferð. Víða í ferlinu geta menn kannast við brotið, hlaupið til og borgað skattinn en það þarf ekki að hafa áhrif á refsihlið málsins.

Það sem telst meiriháttar brot fer í refsimeðferð burtséð frá því hvort viðkomandi sem til rannsóknar er greiddi eftirálagninguna. Sá getur engu að síður verið látinn sæta refsingu þótt hann geti reynt að bæta fyrir brot sitt og getur greiðslan komið til refsilækkunar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.