„Fyrstu stóru veislurnar sem ég tók þátt í var þegar ég var nemi á Hótel Borg. Veislurnar sem ég er að tala um voru sjaldgæfar og haldnar í tilefni þess að til landsins komu þjóðhöfðingjar, fyrirmenn eða frægt fólk. Dæmi um þetta er þegar Ben Gurion og Golda Meir komu til landsins og það voru haldnar veislur þeim til heiðurs á Hótel Borg. Veislurnar voru svo fínar að það þurfti að flytja öll vín inn sérstaklega og ég man eftir því að rykið á koníaksflöskunum var svo þykkt að það sást ekki í miðann á þeim og voru víst fyrstu átappanir. Stundum kom líka fyrir að gestirnir komu með vínið og vindlana sem voru í boði eftir matinn með sér því þeir voru einfaldlega ekki til á landinu,“ sagði Ólafur.

Bylting með tilkomu Broadway Áður en Ólafur byggði Broadway var mest um að árshátíðir væru haldnar á Hótel Borg og Hótel Sögu. Salirnir þar voru aftur á móti of litlir fyrir stórar veislur. Hótel Borg tók um tvö hundruð manns í sæti en Hótel Saga hundrað fleiri eða þrjú hundruð.

Nánar er fjallað um málið í sérblaði um árshátíðir í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .