Meiri olía hefur fundist út af suðaustur strönd Brasilíu og í kjölfar þess hafa hlutabréf í ríkisolíufélaginu Petrobras hækkað í verði.

Ekki er vita hversu mikil olía er í lindunum en þær eru viðbót við olíu- og gaslindir sem fundust skammt frá fyrir u.þ.b. mánuði síðan og eru taldar geyma um átta milljónir tunna.

Talið er að með þessu komist Brasilía í hóp tíu stærstu olíuframleiðsluríkja í heimi.