Í síðustu viku spáði greiningardeild Arion banka 25 punkta stýrivaxtalækkun. Í ljósi tíðinda helgarinnar telur greiningardeildin þó meiri óvissu ríkja um þá spá.

Deildin telur því að að dregið hafi úr líkum á vaxtalækkunum þar sem óvissa hefur aukist og styrking gengisins í bráð virðist ekki eins augljós.

Í kynningu sem gefin var út af Arion banka í dag, segir jafnframt: „Það væri í góðum takti við fyrri ákvarðanir nefndarinnar að bíða og sjá hver áhrifin verða áður en vextir kunna að vera lækkaðir.“

Greiningaraðiliar Arion banka velta því einnig fyrir sér hvort að peningastefnunefndin hafi áhyggjur af því að vaxtalækkun kunni að vera túlkuð sem þjónkun við stjórnmálamenn, en slíkt gæti dregið úr trúverðugleika peningastefnunnar.