„Tilfinningin er sú að takturinn í verðhækkunum á matvörum sé að hægjast. Aðfangaverð er reyndar ennþá að hækka en ekki eins mikið og ört og það var í kringum áramótin. Við vonumst til að þar verði viðnúningur," sagði Finnur Oddsson, forstjóri Haga í fjárfestakynningu.

Hagar högnuðust um 700 m. kr. á fjórða ársfjórðungi síðasta rekstrarárs, sem lauk 28. febrúar. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Athygli vekur að þrátt fyrir að vörusala hafi aukist um 13,8% frá sama tímabili árið áður þá jókst hagnaður um 1,5%.

Álagning minnkað

Framlegðarhlutfall nam 19,3% en lækkaði um 1,4 prósentustig á milli fjórðunga. Þetta bendir til þess að þrátt fyrir hækkandi vöruverð hafi álagning farið lækkandi.

Í uppgjörskynningu kemur fram að verð frá birgjum hafi hækkað mjög mikið en félagið reyni hvað það getur til að halda aftur af verðhækkunum.