Samdráttur landsframleiðslu var mun meiri í Japan á þriðja fjórðungi en upphaflega var talið. Þetta staðfestir veikleika í þessu næststærsta hagkerfi heimsins í þeirri fjármálakrísu sem nú geisar, að því er segir í FT.

Japan birti nýjar tölur um landsframleiðslu í dag og þær sýna 0,5% samdrátt á milli fjórðunga á þriðja ársfjórðungi. Fyrra mat gerði ráð fyrir 0,1% samdrætti. Þrátt fyrir þessar tölur hækkaði Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan um 0,8%.

Engu að síður er líklegt að endurskoðaðar tölur ýti undir svartsýni um framtíð japansks efnahags, að því er segir í FT.