Vogunarsjóðsstjórinn Paul Singer segir "brenglaða" peninga- og reglugerðarstefnu stjórnvalda hafa aukið áhættu á fjármálamörkuðum til muna. "Ég hef miklar áhyggjur af því hvar við erum í dag" sagði Singer á ráðstefnu á vegum Bloomberg í gær.

"Við erum að horfa upp á fjármálakerfi sem er jafn skuldsett ef ekki skuldsettara en það var árið 2008. Mér finnst fjármálakerfi langt frá því að vera traust" sagði Singer

Hann sagði einnig að "lágt vaxtastig undanfarinna ára hefur gert stjórntæki seðlabanka heimsins til að takast á við niðursveiflur veikburða". Hann bætti við að þrengri efnahags- reglugerða, og skattastefna stjórnvalda hafi aukið á misskiptingu auðs sem hafi fjölgað popúlisma og jaðar stjórnmálahreyfingum.