*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Innlent 21. apríl 2016 14:48

Meiri stuðningur við Vífilsstaði en Hringbraut

Ný könnun sýnir að mun meiri stuðningur er meðal almennings við að byggja nýjan spítala á Vífilsstöðum en við Hringbraut.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Um 52% landsmanna vilja hafa nýjan Landspítala við Vífilstaði, 39% við Hringbraut og 9% annars staðar. Kemur þetta fram í nýrri könnun sem gerð var af Gallup fyrir Samtök um betri spítala á betri stað. Samtals vilja því 61% landsmanna hafa spítalann annars staðar en á Hringbraut. Eru niðurstöður þessarar könnunar afar svipaðar þeim sem komu úr nýlegri könnun Viðskiptablaðsins, sem greint var frá fyrr í mánuðinum. 

Rétt eins og í þeirri könnun er stuðningur við Vífilsstaðalausnina mestur hjá íbúum nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur, en alls vilja 62% þeirra hafa spítalann á Vífilsstöðum. Þó er meirihluti Reykvíkinga, eða 52%, á sömu skoðun. Stuðningur við Vífilsstaðalausnina er einnig mestur hjá stuðningsmönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og hjá óákveðnum, en minnstur hjá stuðningsmönnum Samfylkingar og Vinstri-grænna.

Auk Vífilsstaða og Hringbrautar var einnig spurt um mögulega staðsetningu spítalans í Fossvogi, við Keldnaholt, Við ósa Elliðaár og á Ártúnshöfða.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is