Þýski seðlabankinn spáir því í nýrri hagspá að hagvöxtur verði 0,4% á næsta ári. Þetta er heldur meiri svartsýni hjá seðlabankanum en áður því fyrri spá sem gefin var út í júní hljóðaði upp á 1,6% hagvöxt. Ljóst er að seðlabankinn gerir ráð fyrir því að þetta ár verði betra en það næsta enda gert ráð fyrir 0,7% hagvexti í ár. Þar af er búist við samdrætti á fjórða ársfjórðungi í ár en búist við að hagkerfið standi í stað á fyrstu þremur mánuðum næsta árs. Árið 2014 er svo reiknað með að horfa muni til betri vegar í þýska hagkerfinu.

Fram kemur í umfjöllun Bloomberg-fréttaveitunnar að áhrif skuldakreppunnar á evrusvæðinu setji mark sitt á hagspánna.

Hagspá Þjóðverja er í samræmi við spá evrópska seðlabankans, sem gerir ráð fyrir 0,5% samdrætti á evrusvæðinu og 0,3% samdrætti á næsta ári. Reiknað er með að landsframleiðsla þar verði 1,2% árið 2014.