*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 25. júní 2013 21:55

Meiri traffík upp á síðkastið

Úlfar Steindórsson í Toyota segir bílaflota landsmanna hafa elst hratt eftir hrunið.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Birgir Ísl. Gunnarsson

„Við höfum fundið fyrir meiri traffík síðustu vikurnar. Það er yfirleitt samhengi á milli væntingarvísitölu Capacent og því hversu margir koma að skoða bíla,“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, og vísar til þess að vísbendingar séu um að væntingar neytenda hafi verið að aukast eitthvað upp á síðkastið.

Úlfar segir reyndar bílaleigurnar kaupa talsvert magn nýrra bíla þessa dagana á meðan almenningur haldi að sér höndum. Það sé áhyggjuefni enda bílafloti landsmanna í eldri kantinum.

Bílar landsmanna hafa elst nokkuð hratt eftir hrunið haustið 2008. Fyrir hrun óku landsmenn að meðaltali á 7,5 til 9 ára gömlum bílum. Meðalaldurinn er nú kominn upp í 12 ár samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu. Miðað er við aldur bílanna um síðustu áramót. Úlfar segir bílasala reikna með að selja um 9.000 bíla á árinu sem er um 7% aukning frá síðasta ári. Það er nokkuð undir meðaltali síðastliðinna 40 ára. 

Í Bílum, sérblaði um bíla sem fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku er fjallað um ganginn í bílasölu um þessar mundir. 

Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.