Á kynningarfundi vegna ákvörðunar peningastefnunefndar í morgun ræddi Ásgeir meðal annars um verðbólguvæntingar. Þetta kemur fram á vef mbl.is .

Þar segir Ásgeir að verðbólguvæntingar séu bjartari nú en í síðasta mánuði en það skýrist meðal annars af minni kostnaðarþrýstingi innanlands. Einnig hafi þróun verðbólguvæntinga gefið til kynna að meiri trú væri á peningastefnunni en áður en Seðlabankinn hefur marg ítrekað síðustu misseri að þau muni gera allt í sínu valdi til þess að halda verðbólgu við skekkjumörk.

„Þróun verðbólgu­vænt­inga er mjög já­kvæð. Á síðasta vetri sáum við gengið lækka um 10-20% og sáum líka hækk­an­ir á laun­um sem leiddi til ein­hverr­ar hækk­un­ar á verðbólgu sem er nú að ganga niður. En verðbólgu­vænt­ing­ar hækkuðu fyrst og eru svo að ganga niður. Það finnst okk­ur benda til þess að pen­inga­stefn­an hafi aðeins meiri trú­verðug­leika held­ur en hún hafi haft áður og við get­um að ein­hverju leiti farið að verða eins og venju­leg þjóð.“