Efnahagsumsvif hérlendis eru nú meiri en í fyrstu bylgju faraldursins. Gögn um kortaveltu Íslendinga sýnir að neysla er sambærileg og hún var á sama tíma fyrir ári síðan en hún dróst saman um fimmtung milli ára í fyrstu bylgju veirufaraldursins. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

Talsvert færri neysluflokkar urðu fyrir áhrifum af hertum sóttvarnaraðgerðum í þriðju bylgju faraldursins samanborið við þá fyrstu. Óhjákvæmilega hafa kaup á þjónustu svo sem veitingum og afþreyingu dregist saman í kjölfar aukinna smita og sóttvarnaraðgerða en samdráttur í september er talsvert minni en í fyrstu bylgjunni.

Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman um fimmtung sem er líklega til marks um meiri fjarvinnu. Samdrátturinn er svipaður og hann var þegar jafn langur tími var liðinn af fyrstu bylgjunni. Í fyrstu bylgju faraldursins dróst umferð mest saman um 40%.