Útgjöld til rannsókna og þróunar á Íslandi hafa hækkað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu úr 1,76% í 2,19% á árunum 2013 til 2015.

sögn Hagstofu Íslands hafa útgjöld í sömu málaflokka staðið í stað í Evrópusambandinu, í 2,03%-2,04% af vergri landsframleiðslu.

„R&Þ-útgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru nú sambærileg á Íslandi og í Frakklandi og Slóveníu. Árið 2015 er Svíþjóð með hæsta hlutfallið, 3,26%, en Austurríki eru með 3,07% og Danmörk 3,03%,“ segir í frétt Hagstofunnar.

„Útgjöld til R&Þ í Finnlandi lækka úr 3,29% í 2,90% á tímabilinu. Hagstofa Íslands tók við tölfræði rannsókna og þróunar árið 2013 og er það ár því upphafið af tímalínu Hagstofunnar.“