Í fyrsta sinn frá hruni var útlána­vöxtur Íslandsbanka meiri en inn­lánavöxturinn á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Birna Einarsdótt­ir, bankastjóri segir það ef til vill vera merki um að hjólin séu farin að snúast. Til að mynda hefur Ergo, fjármögnunarfyrirtæki bankans, lánað jafn mikið út það sem af er þessu ári og allt árið 2011.

Þróun innlána viðskiptavina hjá Arion banka var nokkuð úr takti við hina bankana, þar sem breyt­ingar á stærðinni voru litlar. Innlánin drógust saman um 9% hjá Arion, úr 490 milljörðum í um 445 milljarða króna. Höskuldur Ólafs­son bankastjóri segir að þar komi helst til millifærsla eins aðila sem var leyft að fara út um höftin á tímabilinu. Hann segir að bankinn hafi vel ráðið við stórar færslur af innlánsreikningum

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er að finna ítarlega úttekt á árshlutareikningum viðskiptabankanna þriggja. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.