Japanskt hagkerfi óx hraðar en búist var við á fyrstu 3 mánuðum ársins, en verg landsframleiðsla landsins jókst um 3,3%. Til samanburðar jókst verg landsframleiðsla Bandaríkjanna um 0,6% á sama tímabili.

Mikil eftirspurn í Kína eftir japönskum vörum vóg upp á móti minnkandi eftirspurn frá Bandaríkjunum. Í frétt BBC um málið er haft eftir Takeshi Minami, aðalhagfræðingi Norinchukin rannsóknarstofnunarinnar, að tölurnar líti út fyrir að vera of góðar til að vera sannar. Þær bendi til þess að það komi afturkippur í öðrum ársfjórðungi.

Hagvöxtur í Japan var 0,8% á fyrsta ársfjórðungi.