Eftir nærri hálfs árs söluferli á 49% hlut í Skeljungi hefur félagið BG Partners í eigu Guðmundar Arnar Þórðarsonar, Birgis Þórs Bieltvedt og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur nánast gengið frá kaupum á hlutnum. Félagið sem á fyrir 51% hlut hefur forkaupsrétt að afganginum af hlutafénu sem Íslandsbanki átti og haldið er á í gegnum dótturfélagið Miðengi.

Hlutinn í Skeljungi sem Íslandsbanki er nú við það að selja fékk hann frá Glitni eftir að hann sölutryggði félagið í heild fyrir Fons, fjárfestingarfélagi Pálma Haraldssonar, fyrir 8,7 milljarða króna í desember 2007. Rúmlega hálfu ári síðar, í ágúst 2008, keyptu núverandi eigendur 51% hlutinn á um 1,5 milljarða króna, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Félagið hafði þá verið metið þriggja milljarða króna virði. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er kaupverðið sem samið hefur verið um en eftir á að ganga frá, nokkuð lægra en þegar fyrrnefndir eigendur gengu frá kaupum á meirihluta í félaginu í ágúst 2008.

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag.