Meirihlutaeigendur þýska fjölmiðlafyrirtækisins ProSiebenSat.1 Media hafa ákveðið að selja hlut sinn í fyrirtækinu eða 50.5%. Kaupendur eru fyrirtækin KKR og Permira sem eiga fyrir ráðandi hlut í evrópska fjölmiðlafyrirtækið SBS. ProSieben er stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands sé tekið mið af auglýsingatekjum. Fyrirtækið hefur verið metið á 6 milljarða evra. Meðal annarra fyrirtækja sem höfðu sýnt ProSieben áhuga voru Apex Partners og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs.