57,3% þeirra sem tóku afstöðu í könnun MMR sem unnin var fyrir Andríki á dögunum segjast ætla að hafna ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið sem fram fer á morgun. 42,3% segjast því ætla að samþykkja ábyrgðina. Alls tóku 944 þátt í könnuninni sem fram fór á netinu dagana 4.-7. apríl. Tæp 77% tóku afstöðu, 723, en 15,3% sögðust ekki vita hvernig þeir myndu greiða atkvæði og 2% sögðust myndu skila auðu. 3,3% aðspurðra vildu ekki svara og 2,6% sögðust ekki myndu kjósa.

Könnun MMR 4- 7 apríl.
Könnun MMR 4- 7 apríl.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

94% þeirra sem tóku afstöðu sögðu það líklegra en hitt að þau myndu mæta á kjörstað og greiða atkvæði auk þess sem flestir voru allvissir um að ákvörðun þeirra væri rétt. Tæp 55% háskólamenntaðra hyggjast samþykkja ríkisábyrgð en meðal þeirra sem ekki hafa lokið háskólanámi ætla fleiri að hafna.