Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á Alþingi að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

„Í samræmi við gefin fyrirheit verði dregin til baka tillaga um að viðræðum verði slitið og ákvörðun um framhald þeirra sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því mun ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hefur íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið,“ segir í ályktuninni.

Tíu borgarfulltrúar samþykktu ályktunina, en það voru fulltrúar Samfylkingarinnar, Besta flokksins og VG. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn sátu hjá.