Í nýlegri könnun sem framkvæmd var af markaðsrannsóknarfyrirtækinu YouGov kemur fram að ef kosið yrði um veru Bretlands í ESB myndi meirihluti Breta kjósa á þá vegu að Bretland færi úr ESB.

  • 35% myndu vilja vera áfram í ESB
  • 43% myndu vilja fara úr ESB
  • 5% myndu ekki kjósa
  • 17% ekki viss

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, lofaði landsmönnum þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að ESB ef Íhaldsflokkurinn myndi fá meirihluta á breska þinginu eftir næstu kosningar.

Næstu kosningar í Bretlandi verða árið 2015. Áður en sú atkvæðagreiðsla ætti að fara fram þá hyggst Cameron endursemja við Evrópusambandið um aðild sína og færa völd frá Evrópusambandinu aftur til breska þingsins.