Útlit er fyrir stórsigur Kristilegra demókrata (CDU) í þýsku þingkosningunum sem fram fóru í dag. Flokkur er með um 43% samkvæmt útgönguspám en fékk 33,8% í kosningunum fyrir fjórum árum.

Nái hvorki Frjálsir demókratar né Valkostur fyrir Þýskaland (d. AfD - Alternative für Deutschland) 5% atkvæða í kosningunum , er mögulegt að Kristilegir demókratar fái meirihluta þingmanna í þýska þinginu.

Samkvæmt útgönguspám er AfD með 4,9% atkvæða og Frjálsir demókratar, annar núverandi stjórnarflokka, með 4,5%.

Nái Frjálsir demókratar ekki gólfinu, sem er annar stjórnarflokkurinn, er talið líklegt að Sósíalistaflokkurinn SPD (d. Sozialdemokratische Partei Deutschlands) , sem er með um 27% samkvæmt útgönguspám, og CDU reyni að mynda samteypustjórn.