Um 86% af heildartekjum Straums komu frá ótengdum aðilum, þ.e. öðrum en móðurfélaginu ALMC. Jakob Ásmundsson, forstjóri Straums, segir í samtali við Viðskiptablaðið að hlutfallið hafi ekki hækkað mikið ár frá ári, en hafi þó eitthvað þokast upp á við.

Hagnaður bankans nam 647 milljónum króna í fyrra og þar af var hagnaður af reglulegri starfsemi 415 milljónir, sem samsvarar arðsemi eigin fjár upp á 32%.. Rekstrartekjur jukust um 28% frá fyrra ári. Bankinn var í árslok með eigið fé upp á tæpa 2 milljarða og eiginfjárhlutfall upp á 35%. Eignir bankans námu 17 milljörðum króna í árslok og var eigið fé rétt tæpir tveir milljarðar.