Mikill meirihluti opinberra framkvæmda, eða um 70%, fer verulega fram úr kostnaðaráætlun.

Þetta kemur fram í rannsókn Þórðar Víkings Friðgeirssonar, aðjúnkts við Háskólann í Reykjavík, þar sem hann ber saman áætlunargerð og raunverulega niðurstöðu verkefna.

„Í ljós kemur, þegar þetta er skoðað, að fyrir hendi er óeðlileg bjögun, þannig að niðurstaðan leitar í áttina að framúrkeyrslu í kostnaði og tíma,“ segir Þórður.

„Auðvitað er ekkert óeðlilegt við það að áætlanir standist ekki, enda er engin leið að spá nákvæmlega fyrir um þróun hinna ýmsu stærða í framtíðinni. En það sem er verra, fyrir okkur skattborgarana, er að þessi ónákvæmni leitar næstum öll í eina átt,“ segir Þórður.

Hann segir að kostnaðurinn við þessa framúrkeyrslu hlaupi á milljörðum og sé jafnvel ómælanlegur, því auk hins áþreifanlega aukakostnaðar sé fórnarkostnaður gríðarlegur í fjármagni og tíma sem hefði getað farið í annað.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .