*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 24. október 2018 11:13

Meirihluti í HS Orku til sölu

Söluferli er hafið á 54% hlut Innergex í HS Orku. Félagið á m.a. 30% hlut í Bláa Lóninu og hagnaðist um 4,6 milljarða í fyrra.

Ritstjórn
Jarðvarmavirkjun HS Orku í Svartsengi. Félagið rekur auk þess orkuver á Reykjanesi.
Haraldur Guðjónsson

Formlegt söluferli á tæplega 54% hlut Kanadíska orkufyrirtækisins Innergex hófst fyrir um 10 dögum, samkvæmt frétt Markaðarins í morgun.

HS Orka er eina orkufyrirtækið á landinu í eigu einkafjárfesta, og á meðal annars 30% hlut í Bláa Lóninu. Gróflega áætlað er virði hlutar Innergex sagt geta numið um 30 milljörðum króna.

Kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska fyrirtækið Stöplar Advisory verða ráðgjafar Inngergex í söluferlinu.

Rekstrartekjur HS Orku námu 7,5 milljörðum króna í fyrra og jukust um 6% milli ára, og hagnaður 4,6 milljörðum og jókst um helming (50%). Heildareignir námu tæpum 50 milljörðum um síðustu áramót og eiginfjárhlutfall 73%.

Stikkorð: HS Orka Innergex