Meirihluti breska Íhaldsflokksins í neðri deild breska þingsins er fallinn. Þegar þetta er skirfað liggja úrslit fyrir í 632 kjördæmum af 650 og hefur Íhaldsflokkurinn fengið 306 þingmenn sem þýðir að flokkurinn getur ekki náð þeim 326 þingmönnum sem þarf til að ná meirihluta.

Í þeim kjördæmum þar sem úrslit liggja fyrir hefur Íhaldsflokkurinn tapað 11 þingmönnum á meðan Verkamannaflokkurinn hefur bætt við sig 28 þingmönnum.

Niðurstöðurnar eru mikið áfall fyrir núverandi forsætisráðherra sem veðjaði á að flýta kosningum þegar flokkur hennar var með afgerandi forskot í skoðanakönnunum.Niðurstaða kosninganna þýðir að mynduð verði samsteypustjórn í Bretlandi í annað sinn frá stríðslokum.