Heildarútgjöld ríkissjóðs á árinu 2015 námu 645,8 milljónum krónum að því er fram kemur í bráðabirgðaársuppgjöri sem sýnir stöðu fjármála á árinu hjá einstökum ríkisaðilum í A-hluta ríkissjóðs með hliðsjón af veittum fjárheimildum.

Meirihluti fjárlagaliða er innan fjárheimilda á árinu.

Heildarútgjöld ársins námu 645,8 milljónum króna og voru 10,3 milljónum innan fjárheimilda ársins og eru 18,9 milljónum króna innan heildarheimilda þegar tekið er tillit til fjárheimildastöðu frá fyrra ári.

Samtals eru 195 fjárlagaliðir með útgjöld innan heimilda ársins. Þeir 10 fjárlagaliðir með mestan afgang eru með um 12 milljónum króna innan heimilda, þar af er Íbúðalánasjóður með 5,7 milljónir krónur og Vegagerðin með 1,4 milljónir.

Samtals eru 194 fjárlagaliðir eru með útgjöld umfram fjárheimildir ársins, samtals 8,9 milljónir króna.  96 fjárlagaliðir eru með halla undir 15 milljónum króna.  Umframútgjöld 10 stærstu liðanna eru um 4,5 milljónum króna umfram heimilda og þar af eru Sjúkratryggingar með um 1,1 milljón króna.,  Fasteignir ríkissjóðs, vaxtagjöld og framhaldsskólar eru með samtals 1,8 milljónir króna í umframútgjöld á árinu.