Meirihluti landsmanna, 52,6%, vill að krónan verði áfram framtíðargjaldmiðill hér, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Á móti vill 47,4% landsmanna ekki vilja krónuna áfram.

Í Fréttablaðinu í dag kemur fram í umfjöllun um könnunina að þeim hafi fjölgað talsvert síðustu árin sem vilji halda í krónuna sem þjóðargjaldmiðil. Í sambærilegri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 í apríl árið 2009 vildu 38,1% halda í hana. Hlutfallið var komið upp í 40,5% í febrúar árið 2011.

Þá kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar að stuðningur við krónuna skiptist eftir stjórnmálaskoðunum. Meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna vilji halda í krónuna. Lítill hluti stuðningsmanna Samfylkingar og Bjartrar framtíðar eru þeirrar skoðunar.