*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 23. október 2014 07:42

Meirihluti á móti sölu á öllu áfengi í verslunum

Ríflega 60% aðspurðra sögðust ekki vilja leyfa sölu á öllu áfengi í matvöruverslunum.

Ritstjórn
Eva Björk Ægisdóttir

Meirihluti aðspurðra, eða 62%, sagðist á móti því að leyfa sölu á öllu áfengi í matvöruverslun í nýrri könnun Fréttablaðsins. Um 30% sögðust hlynnt sölu á öllu áfengi, sex prósent voru óákveðin og eitt prósent svaraði ekki spurningunni.

Kannanir sem gerðar hafa verið áður, til að mynda fyrir Viðskiptablaðið, benda til þess að meirihluti sé fyrir því að leyfa sölu á léttu áfengi í matvöruverslunum, en sala á sterku áfengi njóti ekki sama stuðnings.

Stikkorð: Áfengi