Um 68% þeirra sem kusu í ráðgefandi kosningu um tillögur stjórnlagaráðs greiddu atkvæði með því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Þetta eru niðurstöður fyrstu talna úr fjórum kjördæmum, Reykjavík suður, Suðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins (RÚV).

Búið er að telja um 17.300 atkvæði um fyrstu spurninguna í Suðvesturkjördæmi, 15.457 atkvæði í Reykjavík suður og um það bil 2.000 atkvæði í hvoru kjördæmi um sig, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Stuðningur við tillögur stjórnlagaráðs eru mestar við í Suðvesturkjördæmi, 68%, en minnstur í Norðausturkjördæmi, rétt tæp 60%.

Sjá nánar á vef RÚV.