Konur í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða eru almennt sáttari við ríkjandi kynjahlutföll í eigin stjórnum þrátt fyrir að markmiðum laga um 40% hlutfall hvors kyns hafi ekki enn verið náð. Kemur þetta fram í stjórnendakönnun KPMG sem birt var á dögunum.

Áhugavert er að skoða afstöðu stjórnarmanna til 40% lagareglunnar, ekki síst í ljósi þess hver kynjahlutföllin eru í mismunandi atvinnugreinum. Í öllum geirum er umtalsverður meirihluti stjórnarmanna sáttur við ríkjandi kynjahlutföll og eru konur almennt sáttari við hlutföllin en karlar.

Í aðeins einum hópi telur minnihluti stjórnarmanna kynjahlutföll í sinni stjórn vera röng og eru það karlar í stjórnum framleiðslufyrirtækja. Um 79% kvenstjórnarmanna í framleiðslufyrirtækjum telja hlutföllin aftur á móti vera rétt. Þetta er ekki síður áhugavert í ljósi þess að hlutfall kvenna í stjórnum framleiðslufyrirtækja er 23% og er ekki lægra í öðrum geirum sem mældir eru í könnuninni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir