Meirihluti stjórnenda er fylgjandi því að Ísland taki upp evru, ef hægt er að gera það án þess að ganga í Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Miðlun gerði fyrir Viðskiptablaðið. 53% stjórnenda eru mjög eða frekar fylgjandi, en 26% frekar eða mjög andvíg. 14% eru hvorki fylgjandi né andvíg því að Íslendingar taki upp evru, sé það hægt án þess að ganga í Evrópusambandið. 6% segjast "ekki vita" eða neita að svara. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu kemur í ljós að 57% eru mjög eða frekar fylgjandi, 15% hvorki fylgjandi né andvíg og 28% frekar eða mjög andvíg.

Nánar er fjallað um könnunina í Viðskiptablaðinu í dag.