*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 26. febrúar 2020 15:44

Meirihluti styður verkföll Eflingar

59% svarenda í könnun á vegum Eflingar styðja félagið að öllu eða miklu leyti í verkfallsaðgerðum í Reykjavík.

Ritstjórn
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.
Eyþór Árnason

59% svarenda í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Eflingu á tímabilinu 14.-21. febrúar styðja félagið að öllu eða miklu leyti í verkfallsaðgerðum í Reykjavík. Þá styðja 21% svarenda félagið að litlu eða engu leyti. Efling greinir frá þessu í fréttatilkynningu.

Um 56% svarenda lýstu sig mjög eða fremur hlynnta verkfallsaðgerðum félagsins en 25% svarenda voru mjög eða fremur andvígir aðgerðunum. Svarendur voru 871 talsins.

„Könnunin var framkvæmd meðal allra landsmanna og er stuðningur umfram andstöðu í öllum mældum tekjuhópum. Enginn marktækur munur fannst eftir menntahópum eða heimilisgerð,“ segir í tilkynningu Eflingar.

Stikkorð: Reykjavík Efling verkföll könnun