Sextíu og sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku telja að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér embættinu. 33 prósent telja að hún eigi ekki að segja af sér. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins .

Þegar þeir eru teknir með sem ekki tóku afstöðu sögðust 53% aðspurðra telja að Hanna Birna ætti að segja af sér, 26% telja að hún eigi ekki að segja af sér en 21% voru óákveðnir í afstöðu sinni.

Þegar litið er til sjálfstæðismanna vilja 45% þeirra að Hanna Birna segi af sér, 55% vilja það ekki. Um 51% kjósenda Framsóknarflokksins vill að hún víki, tæpur helmingur ekki.

Spurt var: Finnst þér að Hanna Birna Kristjánsdóttir eigi að segja af sér embætti innanríkisráðherra? Svarmöguleikarnir voru Já, nei, óákveðinn og svara ekki. Hringt var í 1.056 manns þar til náðist í 650 manns.