Meirihluti aðildarfyrirtækja í Félagi atvinnurekenda, eða 57%, telur að gjaldtaka ríkisins sé ekki í samræmi við veitta þjónustu. Þetta er niðurstaða könnunar sem FA gerði í janúar sl.

Alls segjast 15% vera mjög ósammála að gjaldtakan sé í samræmi við veitta þjónustu og 42% eru sammála. Hlutlausir eru 36% svarenda. 3% svarenda eru sammála að þjónustan sé í samræmi og 4% eru mjög sammála. FA gerði sambærilega könnun í janúar 2015, en niðurstöður þeirrar könnunar var sambærileg þessari.

FA hefur barist fyrir því að eftirlitsgjöld stjórnvalda séu í samræmi við þá vinnu sem unnin er við eftirlitið og endurspegli raunverulegan kostnað við eftirlit gagnvart einstökum fyrirtækjum. FA hefur meðal annars gagnrýnt að eftirlitsgjöld séu lögð í formi skatta og leggjast oft á veltu fyrirtækja, án tillits til þess hvað eftirlit með starfseminni kostar í raun.